Stöndum saman og skrifum undir áskorun til stjórnvalda

Virðum lýðræði - verndum Seyðisfjörð

Verndum Seyðisfjörð!

Við undirrituð biðlum til stjórnvalda að stöðva leyfisveitingu til sjókvíaeldis í Seyðisfirði.

Löggjöf um sjókvíeldi og eftirlit með greininni er í molum. Um það erum við öll sammála og ný ríkisstjórn boðar úrbætur. Við þær aðstæður er fráleitt að úthluta nýjum leyfum. Um leið og áform um sjókvíaeldi var kynnt árið 2020, mótmæltu 55% Seyðfirðinga áformunum með undirskriftalista.

Árið 2023 sýndi skoðanakönnun Gallup að 75% Seyðfirðinga voru andvíg áformunum. Á öllum stigum og með öllum leiðum hefur verið mótmælt en ekki verið hlustað! Svæðið sem á að leggja undir sjókvíaeldi er sameign þjóðarinnar. Skoðanakönnun framkvæmd í nóvember 2024 sýndi að 61% landsmanna eru neikvæð gagnvart áformunum en 16% jákvæð.

Forystufólk í nýrri ríkisstjórn lýsti í aðdraganda kosninga yfir vilja til að stöðva leyfisveitingaferlið en þegar myndun ríkisstjórnarinnar stóð yfir auglýsti MAST tillögu að leyfinu og setti þannig ferlið af stað.

Gefst nú frestur til 20. janúar að skila inn athugasemdum.

Við hvetjum alla landsmenn að senda inn athugasemd við tillögu MAST. Hér fyrir neðan er almenn athugasemd sem fer yfir helstu ágalla í grófum dráttum.
Þennan texta má afrita, aðlaga og breyta eftir áherslum hvers og eins en einnig er hægt að senda hana inn óbreytta.
Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Matvælastofnun á 
mast@mast.is merktar 18081324. Frestur er til 20.janúar 2025

Dragið línuna með okkur – verndum Seyðisfjörð

Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar er barátta gegn eyðileggingu náttúru og lífríkis

Tenging okkar við náttúruna skilgreinir ekki aðeins sögu okkar, heldur mótar hún líka framtíðina. Seyðisfjörður er ríkur af menningararfi, stórbrotinni náttúru og samfélagi sem lifir í töfrum fjarðarins á hverjum degi. Nú rísum við upp til að draga línu gegn hroka sjókvíaeldis.

Ef leyfi fyrir opnu fiskeldi er veitt í fallega firðinum okkar, mun hið óspillta land og arfur okkar skemmast til eilífðar.

Baráttan fyrir verndun Seyðisfjarðar er hluti af baráttunni fyrir því að vernda ósnortna náttúru um allan heim.

Our relationship with nature not only defines our history, it shapes our future, too. The fjords of Seyðisfjörður are ripe with cultural heritage, stunning natural spaces, and a community who live its awe every day. Now, the locals are rising up to draw a line on the brash audacity of these open-net fisheries.

Beneath the surface of Iceland’s fjords, an industrial fish farming method threatens to destroy Seyðisfjörðu . A private company has acquired the right to install open-net farms in Iceland’s East fjords. If the permit is granted, the pristine land and deep Icelandic heritage of this community will be damaged beyond repair.

The fight for protecting Seyðisfjörður is part of the fight to protect unspoiled nature across our planet.

Styðjið barráttuna með að kaupa veggspjöld & taupoka

Allur ágóði af sölu rennur til VÁ og er sent heim að dyrum.

Til að kaupa varning, sendið póst á va.felag@gmail.com

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, IS útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Rán Flygenring, 2024. 30x30cm.

Teikning

5.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 1

6.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 2

6.000 kr

Peel, 2023.

50x70cm: 10.000 kr

30x40cm: 6.000 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Frelsum Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum!

Með samtakamætti getum við haft áhrif

Niðurstöður skoðanakönnunar sveitarfélagsins Múlaþings sem birt var í byrjun árs 2023

Gagnaöflun fór fram á tvennan hátt (sími og net) og í tveimur aðskildum könnunum, Austurlandsvagni og Sveitarfélagakönnun. Þess var gætt að enginn svarandi fengi aukaspurningarnar á báðum stöðum, ef hann lenti í báðum könnunum.  

Vikmörk (10,6) sýna að það má vel reiða sig á niðurstöðurnar frá Seyðisfirði. Niðurstöðurnar eru tölfræðilega marktækar.

 

Ef þú vilt leggja okkur lið:

 

Þá er hægt að leggja beint inn á eftirfarandi reikninga:

Ísland

Banki 0133 26 001921

Kennitala 610121 1600

International

IBAN IS26 0133 2600 1921 6101 2116 00

SWIFT (BIC) NBIIISRE