13.022 hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda 10.apríl 2025

Virðum lýðræði - verndum Seyðisfjörð

Verndum strenginn - verndum Seyðisfjörð - umsögn við tillögu að breytingum á fjarskiptalögum

Kæru vinir og baráttufélagar

Nú leitum við til ykkar á enn einni ögurstund í baráttunni fyrir vernd Seyðisfjarðar. Frumvarp til breytinga á fjarskiptalögum er nú í samráðsgátt stjórnvalda. Frestur til  athugasemda við frumvarpið rennur út 8. október. Breytingar, sem lagðar eru til á 86. grein fjarskiptalaga eru að mörgu leyti góðar, fyrir utan undanþáguheimild sem ráðherra er veitt samkvæmt henni. Við höfum miklar áhyggjur af því að hún hafi þann tilgang einan að koma sjókvíaeldi Kaldvíkur fyrir á hafnarsvæði Seyðisfjarðar. Í briminu við suðurströnd Íslands hentar ekki að setja sjókvíar og undanþágan því ekki notuð við strengina Íris og Danice.  

Það vekur þannig undrun og er óskiljanlegt að í frumvarpinu sé gert ráð fyrir undanþáguheimild á sama tíma og ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að efla netöryggi.

Þeir sem vilja tryggja netöryggi Íslands og Færeyja, og jafnframt standa gegn því að fyrirtækið Kaldvík fái afslátt þegar koma þarf sjókvíum í Seyðisfjörð, geta skilað inn athugasemdum til miðnættis þann 8. október 2025.

Hér fyrir neðan fylgir tillaga að umsögn við frumvarpið. Fólk er hvatt til að nýta hana, eða breyta og bæta að eigin vild áður en umsögn er send inn.

Með sameiginlegu átaki getum við haft raunveruleg áhrif á málið. Neðst í póstinum höfum við einnig tekið saman þessa 86.grein fyrir þá sem vilja kynna sér hana í heild. 

Slóðin er þessi   : https://island.is/samradsgatt/mal/4067 . Til hægri á síðunni er hnappur „Senda umsögn“. 

Við treystum því að landsmenn standi áfram saman um vernd almannahagsmuna og Seyðisfjarðar.

Sendum inn umsögn og biðjum fólkið í kringum okkur að gera það sama – það tekur aðeins 3 mínútur en getur skipt sköpum.

Umsögnin er hér í pdf formi í hnappnum að neðan og eins að finna undir kaflanum “athugasemdir” hér á heimasíðunni.

umsögn til að afrita og senda inn

Dragið línuna með okkur – verndum Seyðisfjörð

Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar er barátta gegn eyðileggingu náttúru og lífríkis

Tenging okkar við náttúruna skilgreinir ekki aðeins sögu okkar, heldur mótar hún líka framtíðina. Seyðisfjörður er ríkur af menningararfi, stórbrotinni náttúru og samfélagi sem lifir í töfrum fjarðarins á hverjum degi. Nú rísum við upp til að draga línu gegn hroka sjókvíaeldis.

Ef leyfi fyrir opnu fiskeldi er veitt í fallega firðinum okkar, mun hið óspillta land og arfur okkar skemmast til eilífðar.

Baráttan fyrir verndun Seyðisfjarðar er hluti af baráttunni fyrir því að vernda ósnortna náttúru um allan heim.

Our relationship with nature not only defines our history, it shapes our future, too. The fjords of Seyðisfjörður are ripe with cultural heritage, stunning natural spaces, and a community who live its awe every day. Now, the locals are rising up to draw a line on the brash audacity of these open-net fisheries.

Beneath the surface of Iceland’s fjords, an industrial fish farming method threatens to destroy Seyðisfjörðu . A private company has acquired the right to install open-net farms in Iceland’s East fjords. If the permit is granted, the pristine land and deep Icelandic heritage of this community will be damaged beyond repair.

The fight for protecting Seyðisfjörður is part of the fight to protect unspoiled nature across our planet.

Styðjið barráttuna með að kaupa veggspjöld & taupoka

Allur ágóði af sölu rennur til VÁ og er sent heim að dyrum.

Til að kaupa varning, sendið póst á va.felag@gmail.com

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, IS útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Rán Flygenring, 2024. 30x30cm.

Teikning

5.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 1

6.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 2

6.000 kr

Peel, 2023.

50x70cm: 10.000 kr

30x40cm: 6.000 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Frelsum Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum!

Með samtakamætti getum við haft áhrif

Skráðu þig í félagið

Niðurstöður skoðanakönnunar sveitarfélagsins Múlaþings sem birt var í byrjun árs 2023

Gagnaöflun fór fram á tvennan hátt (sími og net) og í tveimur aðskildum könnunum, Austurlandsvagni og Sveitarfélagakönnun. Þess var gætt að enginn svarandi fengi aukaspurningarnar á báðum stöðum, ef hann lenti í báðum könnunum.  

Vikmörk (10,6) sýna að það má vel reiða sig á niðurstöðurnar frá Seyðisfirði. Niðurstöðurnar eru tölfræðilega marktækar.

 

Ef þú vilt leggja okkur lið:

 

Þá er hægt að leggja beint inn á eftirfarandi reikninga:

Ísland

Banki 0133 26 001921

Kennitala 610121 1600

International

IBAN IS26 0133 2600 1921 6101 2116 00

SWIFT (BIC) NBIIISRE