13.022 hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda 10.apríl 2025

Virðum lýðræði - verndum Seyðisfjörð

Álit umboðsmanns Alþingis 11.apríl 2025

Strandsvæðisskipulagið, sem allt sjókvíaeldi í landinu byggir á, er ógildanlegt samkvæmt niðurstöðu umboðsmanns Alþingis. Málið snýst um vanhæfni lykilstarfsmanns sem að skipulaginu kom.

Við þessu þarf nýr ráðherra skipulagsmála Inga Sæland að bregðast. Á skipulaginu voru alvarlegir ágallar auk þessa vanhæfis, en vanhæfi er svokölluð öryggisregla sem þýðir að brot gegn henni leiða til ógildingar.

Skipulagið var gert með þeim hætti á sínum tíma að hagsmunir eldisfyrirtækja réðu alfarið för. Ekki var byrjað á eðlilegum hlutum eins og að tryggja siglingaröryggi og meta hættu af ofanflóðum og annarri náttúruvá. Fyrir vikið hafa mörg útgefin leyfi sem skipulagið heimilar verið felld úr gildi sem sýnir svart à hvítu hvað vinnubrögðin við skipulagsgerðina voru slæm.

Sem dæmi um hversu út í hött skipulagið er þá sker það ekki úr um hvar sjávarjarðir í einkaeigu enda og fyrir vikið hefur eldi verið heimilað innan einkajarða í andstöðu við vilja eigenda.

Í Seyðisfirði voru gallar skipulagsins óvanalega margir og til að mynda átti að vinna skipulagið í víðri sátt við alla hagaðila, þar á meðal, íbúa. Niðurstaða skoðanakönnunar Múlaþings sem sýndi að 75% Seyðifirðinga voru andvígir eldinu var nýkomin út þegar þáverandi innviðaráðherra samþykkti skipulagið í mars 2023. Þannig hunsaði hann þetta meginmarkmið laganna.

Það er ljóst að nýtt tækifæri blasir við nýrri ríkisstjórn og því er nú gullið tækifæri til að standa með náttúrunni, dýravelferð og lýðræðinu.

Dragið línuna með okkur – verndum Seyðisfjörð

Baráttan fyrir vernd Seyðisfjarðar er barátta gegn eyðileggingu náttúru og lífríkis

Tenging okkar við náttúruna skilgreinir ekki aðeins sögu okkar, heldur mótar hún líka framtíðina. Seyðisfjörður er ríkur af menningararfi, stórbrotinni náttúru og samfélagi sem lifir í töfrum fjarðarins á hverjum degi. Nú rísum við upp til að draga línu gegn hroka sjókvíaeldis.

Ef leyfi fyrir opnu fiskeldi er veitt í fallega firðinum okkar, mun hið óspillta land og arfur okkar skemmast til eilífðar.

Baráttan fyrir verndun Seyðisfjarðar er hluti af baráttunni fyrir því að vernda ósnortna náttúru um allan heim.

Our relationship with nature not only defines our history, it shapes our future, too. The fjords of Seyðisfjörður are ripe with cultural heritage, stunning natural spaces, and a community who live its awe every day. Now, the locals are rising up to draw a line on the brash audacity of these open-net fisheries.

Beneath the surface of Iceland’s fjords, an industrial fish farming method threatens to destroy Seyðisfjörðu . A private company has acquired the right to install open-net farms in Iceland’s East fjords. If the permit is granted, the pristine land and deep Icelandic heritage of this community will be damaged beyond repair.

The fight for protecting Seyðisfjörður is part of the fight to protect unspoiled nature across our planet.

Styðjið barráttuna með að kaupa veggspjöld & taupoka

Allur ágóði af sölu rennur til VÁ og er sent heim að dyrum.

Til að kaupa varning, sendið póst á va.felag@gmail.com

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, IS útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 1, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Hermen Grasman, 2024. 50x70cm.

(Nr 2, EN útgáfa)

10.000 kr

Rán Flygenring, 2024. 30x30cm.

Teikning

5.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 1

6.000 kr

Irene Pruna Sole, 2024. 30x40cm.

Útgáfa 2

6.000 kr

Peel, 2023.

50x70cm: 10.000 kr

30x40cm: 6.000 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Taupoki, ólitaður

2.500 kr

Frelsum Seyðisfjörð frá fiskeldi í opnum sjókvíum!

Með samtakamætti getum við haft áhrif

Niðurstöður skoðanakönnunar sveitarfélagsins Múlaþings sem birt var í byrjun árs 2023

Gagnaöflun fór fram á tvennan hátt (sími og net) og í tveimur aðskildum könnunum, Austurlandsvagni og Sveitarfélagakönnun. Þess var gætt að enginn svarandi fengi aukaspurningarnar á báðum stöðum, ef hann lenti í báðum könnunum.  

Vikmörk (10,6) sýna að það má vel reiða sig á niðurstöðurnar frá Seyðisfirði. Niðurstöðurnar eru tölfræðilega marktækar.

 

Ef þú vilt leggja okkur lið:

 

Þá er hægt að leggja beint inn á eftirfarandi reikninga:

Ísland

Banki 0133 26 001921

Kennitala 610121 1600

International

IBAN IS26 0133 2600 1921 6101 2116 00

SWIFT (BIC) NBIIISRE